Stríðsárasafn

Stríðsárasafn

Ég heiti Sigfús Tryggvi Blumenstein og hef haft áhuga á munum frá stríðsárunum frá 10-12 ára aldri. Sem krakki var ég að tína upp byssukúlur úr fjörunni vestur í bæ en þar voru öskuhaugar Reykjavíkur á stríðsárunum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og safnið stækkað. Fyrst safnaði ég öllu sem ég kom höndum yfir sem tengdist stríðsárunum en seinna ákvað ég að safna eingöngu því sem ég gæti tengt hernámsárunum á Íslandi. Eftir tilkomu netsins hefur safninu vaxið ásmegin en uppboðsvefir og ýmsar söfnunarsíður hafa hjálpað mikið þar. Það er svo ásetningur minn að þetta komist á safn þar sem almenningur getur skoðað og fræðst um þessi umbrotaár í Íslandssögunni.

Heimasíða um hernám Íslands í síðari heimsstyröldinni