Amerískur herbúnaður

Amerískur herbúnaður
Eins og flest þau ríki sem háðu stríð 1939-1945 voru Bandaríkjamenn með mikið af búnaði úr fyrriheimstirjöld. Þegar landgönguliðar flotans koma til Íslands 1941 eru þeir búnir lítið breittum m1917a1 hjálmum sem voru notaðir í fyrri heimstirjöld og M1903 Springfield rifflum sem voru með boltalás i cal 30-06 en það er  7.62 x 63 í mm. Eins var annar búnaður merktur fyrrastríðs ártölum eins og mataráhöld og bakpokar. Þegar landherinn tekur yfir hefur hann með sér meira af nýrri búnaði enda framleiðslan kominn á fullt skrið. þó eru landherinn en með m1917a1 hjálma og M1903 Springfield riffla en eru þó að koma með M1 Garand riffla sem eru hálfsjálvirkir og taka 8 skot í skotgeym. Þó að byrjað væri að skipta yfir í Garand riffilinn 1937 var framleiðsla á honum ekki næg, svo að allur herinn væri kominn með þá jafnvel í stríðslok.
Þá var notaður léttur riffill M1 Carbine í cal .30 sem var mjög vinsæll meðal hermanna.