
“Foreldrar mínir kynntust hér á landi. Pabbi (James Hoggart Chadwick), sem var lærður prentari, kom sem hermaður til Íslands í Maí 1940. Hann var staðsettur í Helgafellskampnum rétt hjá Álafossi og amma var ein af þeim konum sem þvoðu af hermönnunum og þannig kynntist mamma pabba í gegnum ömmu. Þau giftu sig þann 7. nóvember 1940, hálfu ári eftir að hann kom til landsins. Þau voru fyrstu hermannabrúðhjónin hér á þessum tíma. Það liðu fjórtán ár frá því að þau giftust þar til þau skildu löglega. Þau fluttu til Englands þegar breski herinn fór heim og Ameríski herinn tók við. Tvíburabróðir minn er Ralph Hinrik Chadwick, við erum fædd 5. janúar 1943 í Horsforth í Leeds og skírð í St. James Church Horsforth.”
Hlynur Chadwick Guðmundsson