Mikið er um myndir á netinu frá Íslandi á stríðsárunum, hér eru nokkrar sem eru vistaðar á:
Fold3
Þetta eru mjög stórar og flott teknar myndir, flestar úr safni flughersins.
Köld varðstaða við camp Trypoli 16. mars 1943, en hann var vestur á Melum.
Churchill kannar liðsmenn landgönguliða ameríska flotans.
Hermenn komnir að landi í Keflavík.
Lt. Colonel Morris talar yfir liðsmönnum sínum um borð í U.S.A.T. American Legion á leiðinni til Íslands 6. ágúst 1941.
Hermenn fá hressingu á höfninni við komuna til Reykjavíkur 28. júní 1944. Í fjarlægð má sjá kolabinginn hjá Kol og Salt og glittir í Hegran.
Ekki slæmt að fá kaffi og kleinuhring eftir siglingu.
Meira af kaffi og kleinuhringjum við höfnina og Hegrin í baksýn.
Flugslys.
Á stríðsárunum urðu mörg flugslys enda stórjókst flugumferð yfir Íslandi.
Þarna brennur Curtiss P-40 (A/C 41-13428) sem rakst á dráttarvél við lendingu á Reykjavíkurflugvelli 30. ágúst 1941. Breskir flugvallarslökkviliðsmenn berjast við eldinn.
3 maí , 1943.
Trúlega umtalaðasta flugslys stríðsárana var þegar B-24 Liberator brotlenti, en þarna fórust 14 manns og aðeins einn komst af. Meðal þeirra sem fórust voru , Lt. General Frank M. Andrews og Adna Wright Leonard Biskup næstráðandi hans. Frank. M. Andrews var æðstur í herafla Bandaríkjanna í Evrópu er hann fórst á Fagradalsfjalli eftir að flugvélin hafði reynt árangurslaust að lenda á Keflavíkurflugvelli.
Curtiss brotlendir.
Douglas A-20
Consolidated B-24
Curtiss P-40 Fitjar-Skorradal 26. ágúst 1943.
[wppa type=”slide” album=”10″]