Norðmenn stofnuðu eigin hersveitir útlaga hermanna á Íslandi. Þær lutu breskri yfirstjórn. Hér á landi flugu þeir undir merkjum RAF í flugsveit 330 og seinna frá Skotlandi. Voru þetta bæði hermenn sem tókst að sleppa frá Noregi og aðrir borgarar.
Í Kanada voru þjálfunarbúðir fyrir Norðmenn sem vildu þjóna landi sínu og voru þær kallaðar litli-Noregur.
Norðmenn höfðu pantað 24 nýjar sjóflugvélar frá Bandaríkjunum þann 12/3 1940 sem voru smíðaðar af Northrop og hétu N-3PB en vegna hernáms Þjóðverja voru þær afhentar frjálsum Norðmönnum sem gerðu þær út frá Reykjavík, Akureyri og Reyðarfirði við strandvarnir og gæslu skipalesta . Einni slíkri var bjargað úr Þjórsá 1980 og endursmíðuð í Northrop verksmiðjunum. Hún er nú á norsku flugsafni. Á ferð sinni yfir hafið (var ekki í flughæfu ástandi) kom hún til sýningar hér á Íslandi. Fyrir ekki löngu síðan fannst önnur vél í sjónum við Kópavog og stendur til að bjarga henni á land og hafa til sýnis á Flugsafni Íslands. Þessar vélar voru hraðfleygustu sjóflugvélar þess tíma með 257 m.p.h., vopnaðar 4 föstum .50 cal BMG (.50 Browning Machine Gun) í vængjum og 2 st .30 cal (M1919 Browning) sem voru hreyfanlegar, ein ofan við gluggann og hin neðan á búknum til að skjóta á skotmarkið eftir að flugvélin hafði farið fram hjá. Burðargeta vélanna var 2000 lbs. af sprengjum. Seinna fengu norðmenn Catalina og Sunderland flugbáta.
Norsk militært nærvær på Island under annen verdenskrig.
Haldnar voru safnanir víðs vegar um land fyrir Normenn 17. maí 1940. Þjóðhátíðardag Normanna var fyrsta fjársöfnun í Reykjavík , Hafnarfirði, Akureyri og Siglufirði, handa norsku flóttafólki. Norrænafélagið og Normanslaget gengust fyrir merkjasölu. Rúmlega 6 þúsund krónur söfnuðust. Á árunum 1943 til 1945, bæði var sent fé og pakkar sem innihéldu hlýjan fatnað og matvæli og fóru sendingarnar í gegnum Svíþjóð og Finnland. Mikil samúð var með Normönnunum sem voru hér á landi enda frændþjóð í nauðum stödd og litu Íslendingar ekki á þá sem hernámslið. Alls féllu 36 Norðmenn á Íslandi á stríðsárunum og var reist minnismerki um þá 1947.
Northrop N-3PB Sjóflugvél
Stórmerkileg kvikmynd frá stríðsárunum frá norskri Facebook síðu
Northrop í reynsluflugi í Bandaríkjunum.
Lýsing á Northrop á ensku.
Norskir flugliðar koma djúpsprengjum fyrir.
Norskur flugliði hvílir lúin bein.
Hér á Íslandi kenndu Norðmenn bæði Bretum og Ameríkönum fjallahernað. Þeir voru með búðir við Eyjafjallajökul en norðan við Bægisárjökul og Vindheimajökul. Gengu þeir almennt undir nafninu Norska skíðaherdeildin.
Flugliði nýkominn úr eftirlitsflugi við strendur Íslands.
Norskir flugmenn fyrir utan félagsaðstöðu yfirmanna í Nauthólsvík.
Hér sýna norskir skíðahermenn búnað sinn fyrir Gort lávarði sem kom í heimsókn til Íslands. Þarna eru skíði sem hæglega gætu verið frá trésmiðjunni Fjölni sem var við Bröttugötu í Reykjavík.
Gort lávarður og hershöfðingi kannar varnir landsins, með honum er Harry S. Curtis setuliðsstjóri.
Farið yfir vopnin, í forgrunni er Bren .303 létt vélbyssa en lengra frá sést í .303 Lee-Enfield riffil við bakpoka. Maðurinn á miðri mynd er að hlaða í magasín (skotgeymi)
Norskir hermenn koma sér fyrir í tjöldum.
Norskur hermaður í felubúningi.
Köld varðstaða við Reyðarfjörð, norskur hermaður á vakt.
Og enn ein varðstaða hjá Norðmönnum en óvíst hvar.
Norskur hermaður hleypur milli bragga.
Norskur skíðakennari Olaf Storysson, að leiðbeina breskum hermönnum í skíðafimi 12.1.1940.
Fyrir utan norska sendiherrabústaðinn 17. maí, norsk og hálf norsk börn.
Börn í norskum þjóðbúningum og sendiherrahjónin á tröppum norska sendiráðsins.
Skrúðgangan leggur á stað frá sendiráðinu 17. maí.
Skrúðgangan fyrir framan Dómkirkjuna.
Sendiherrahjónin ásamt fánabera og börnum við Alþingishúsið á leið í messu.
Bergljót Sigfúsdóttir, norskur foringi, Henny Ekanger og Sigfús Jónsson.
Ole Bakke og Bergljót Sigfúsdóttir.
Knut Aspelund?,??, Ole Bakke, Bergljót Sigfúsdóttir og Sören Ricter í heimsókn á íslensku heimilli.
Í fjallaferð á Íslandi en hef ekki nöfnin á þessum herramönnum.
R 1658 Nash 1929, Sören Ricter situr en hef ekki nafn á félaga hans.
Sören Ricter í útreiðartúr.
Norskir hermenn við veiðar í Kleifarvatni.
330 Sqdn. Höfðu kjörorð “Trygg havet”. Þetta kjörorð var notað í síðari heimstirjöld og er enn notað. Það þýðir “Gera hafið öruggan stað til að vera á”. Í síðari heimstirjöld gerðu þeir það með því að verja skipalestir fyrir kafbátum.
Squadron commander Cmdr. Hans Andreas Bugge og áhöfn hanns sem snéru ekki úr kafbátaleit þann 25 ágúst 1942 með Hans fórust líka Fridtjof Glör Whist og Stale Haukland Pedersen.
Bréf með undirskrift Hans Bugge.
Sýnishorn af leyfisbréfi frá norsku 330 Sqdn. Flugliðunum.
Bók sem var gefin út 1942 af norsku útlagastjórninni í Englandi vegna 70 ára afmæli Hákons 7 noregskonungs.
Colonel-lieutenant Carl Stenersen yfirmaður Winter Warfare School í Reykjavík 1942-1943.
Þakkir fyrir góða þjónustu.
Royal Norwegian Government Information Office
On August 5th, 1940, 12 Norwegians whom fate had thrown together in a Salvation Army hostel in Iceland decided to form their own private “Army” in order to continue the fight against Nazism. They called themselves “Norwegian Company, Iceland,” and began collecting equipment suitable for ski-troops.
Six weeks later, still unrecognised officially by either the British or Norwegian authorities, the force, which had by now increased to 18, hoisted the Norwegian flag in Iceland for the first time in the name of the Norwegian Army.
So began the first phase of the free Norwegians’ participation in the war in the Arctic. It has taken them all over the Northern Hemisphere – Iceland, Greenland, Spitsbergen, Jan Mayen, and back to Arctic Norway.
This fascinating chapter in World War 2 was published by His Majesty’s Stationary Office on behalf of the Royal Norwegian Government Information Office in 1945.
[contact-form][contact-field label=”Name” type=”name” required=”true” /][contact-field label=”Email” type=”email” required=”true” /][contact-field label=”Website” type=”url” /][contact-field label=”Message” type=”textarea” /][/contact-form]