Á stríðsárunum voru stofnaðar loftvarnarnefndir víða um land. Tilgangur þeirra var að vernda borgarana fyrir hugsanlegum loftárásum. Reykjavík var skipt í 60 hverfi og voru skipaðir hverfisstjórar fyrir hvert hverfi. Heppilegir staðir voru fundnir fyrir loftvarnarbyrgi og sáu hverfisstjórar um að sín hverfi færu eftir tilskipunum loftvarnarnefndar. Í tengslum við þessi loftvarnarbyrgi voru skipaðir byrgisverðir, hraðboðar, einnig hjúkrunarsveitir og ruðningssveitir og þá voru skátar hluti af viðbúnaðnum sem fyrsta hjálp. Læknar fengu hjálm merkta með rauðum krossi. Einnig átti hvert heimili að koma sér upp stað í húsinu sem væri hæfur sem loftvarnarbyrgi væri húsið þannig byggt að það væri mögulegt.
Árið 1942 var farið að úthluta eldvarnartækjum til Reykvíkinga. Það voru sanddunkar, sandpokar og skóflur sem nýtast áttu við árás með íkveikjusprengjum.
Loftvarnarnefndir voru í fleiri sveitarfélögum td. Seyðisfirði og Akureyri.
Hjálmur Lögreglunar í Reykjavík með þessum búnaði voru þeir viðbúnir óeirðum. Þessir hjálmar voru að sænskri gerð M1926.Þessi hjálmur tilheyrði Jóni Jónssyni frá Laug. Stjörnurnar voru handmálaðar á hjálmana af Axel Helgasyni lögreglumanni. Þá var fjárfest í skammbyssum í .22 cal og Reising vélbyssum í .45 cal frá Harrington & Richardson til að vera viðbúnir átökum.
Hjálmur varaliðs lögreglu, hjálmurinn er m1917a1 sem er amerískur herhjálmur.
Hjálmur fyrir hverfisstjóra. Þessi hjálmur er breskur að gerð Mk. II númer 2C en hann er með 3 göt í hliðunum sem gefa til kynna að hann sé fyrir borgaralega notkun.
Hjálmur hverfisstjóra, þetta er nýrri gerðin sem voru keyptir til landsins frá Bandaríkjunum.
Hjálmur fyrir hraðboða, hjálmurinn er m1917a1 sem er amerískur.
Hjálmur fyrir skáta, en þetta er breskur her hjálmur.
Skátar (hjálparsveit skáta) voru hluti af loftvarnarnefnd en dómsmálaráðuneytið fól lögreglustjóranum í Reykjavík að skipa loftvarnarnefnd. Í henni voru auk fulltrúa lögreglustjóra fulltrúi frá bæjarráði Reykjavíkur , Landssímanum, Rauða kross Íslands og Bandalagi íslenskra skáta.
Armborði hjálparsveitar skáta á stríðsárunum.
Enn einn hjálmur frá skátum en hjálmurinn er amerískur m1917a1 framleiddur af McCord Radiator.
Hjálmur frá lækni í Reykjavík þetta er breskur hjálmur.
Vegabréf sem veitir handhafa réttindi til að vera á ferli eftir loftvarnarboð.
Bæklingur frá loftvarnarnefnd.
Hér er bæklingurinn í pdf skjali frá Borgarskjalasafni.
Kvaðning til starfa við almennar loftvarnir í Reykjavík.
Myndir af kvaðningu Einars Steinarssonar til slysahjálpar hjá loftvarnarnefnd. En Einar var í skátunum í Reykjavík og fékk hann hjálm með þessu embætti sem er nú því miður glataður. Þetta er birt með leyfi Steinars Einarssonar en faðir hanns fékk þessa kvaðningu.
Armborði byrgisvarðar en þarna er notaður sami stensill og er fyrir hjálmana. Þetta merki er á Samansafninu á Kiðafelli.
Byrgisvörður.
Byrgisvörður eldri gerð af hjálmi.
Hér er byrgisvarðarhjálmur í sama lit og armborðinn. Myndin tekin á Samgöngminjasafninu á Ystafelli. Mér sýnist að þessi hjálmur sé amerískur en samt ekki framleiddur sem herhjálmur.
Hverfisstjóri, þarna er annar litur og önnur skammstöfun á hjálminum en á flestum sem ég hef séð. Þetta sýnist mér líka vera amerískur hjálmur en ekki herhjálmur. Myndin tekin á Samgöngminjasafninu á Ystafelli, frábært safn sem ég hvet alla til að skoða.
Þessi gerð af hjálmum voru flutt inn fyrir loftvarnarnefndir og nýtt merki tekið upp sem átti að vísa til CD eða Civil Defence, þessir hjálmar eru líka til með bláu og hvít merki.
Mig grunar að þetta sé merki hafnarliða en þeir voru 20 manna hjálparsveit sem átti að hafa eftirlit með höfninni og slökkva elda í skipum við loftárás. Skammstöfunin H H S V stendur fyrir Höfnin Hjálparsveit Vestur.
Þetta armmerki gæti verið frá slökkviliði. Starfsmaður gasveitunnar var staðsettur á hverri slökkvistöð til að skrúfa fyrir gas ef til loftárása kæmi og eldar loguðu.
Hjálmur sem mig grunar að sé frá loftvarnarnefnd Akureyrar.
Veit ekki hvort stafirnir MP séu upprunalegir en ef einhver hefur betri upplýsingar endilega senda mér póst eða hringja.
Þessi mynd er frá slökkviliðinu á Reykjavíkurflugvelli en á stríðsárunum var Reykjavíkur flugvöllur breskur herflugvöllur og undir stjórn R.A.F. (Royal Air Force)
Þessi hjálmur er Breskur með stóru S kannski slökkvilið? Ef einhver hefur betri upplisýngar þá endilega hafa samband tryggvi@fbi.is eða 8225344.
Auglýsing fyrir loftvarnaræfingu:
Tilkynning
frá loftvarnarnefnd
Loftvarnanefnd Reykjavíkur hefir, vegna
framkominna tilmæla frá stjórn brezka setuliðsins,
ákveðið að merki um yfirvofandi loftárásarhættu
skuli framvegis standa yfir í aðeins
3 mínútur.
Rafflauturnar munu því næst þagna þar til
merki um að hætta sé liðin hjá verður gefið.
Loftvarnarnefnd.
70-80 þúsund krónur þarf til að koma börnum úr Reykjavík.
Aðsetur hverfissjórnar er…..
Sandpokar fyrir gluggan kr. 1,00 stykkið.
Tilkynning til bifreiðaeigenda. Þjóðólfur – 12. tölublað (04.05.1942)